30. september 2025
ORKA FLONI - Nýtt bragð
Samstarf Orku og Flona heldur áfram og nú er komið nýtt bragð; White Peach! Floni haft orð á því að þetta sé besti dryk ...
Um okkur
Fjárfestar
Vinnustaðurinn
Sjálfbærni
Hafa samband
Hjá okkur er nýsköpun kjarninn í öllu sem við gerum. Við leitum stöðugt nýrra leiða til að gleðja viðskiptavini með því að þróa einstakar bragðtegundir, bæta sjálfbærar umbúðir og tileinka okkur nýjustu tækni í framleiðslu og dreifingu. Með því að vera í takt við þróun markaðar og nýta nýjustu rannsóknir viljum við vera leiðandi í framleiðslu drykkja, sem eru ekki aðeins hressandi heldur einnig búnir til á ábyrgan hátt, til að mæta auknum kröfum neytenda.
Framúrskarandi nýsköpun í bragði, umbúðum og framleiðslu, með ánægju viðskiptavina að leiðarljósi.
Við höfum mikinn metnað hvað varðar sjálfbærni og erum markvisst að fella sjálfbærni inn í vörunýjungar okkar sem og í menningu fyrirtækisins.
Í sjálfbærri framleiðslu er lögð áhersla á að lágmarka umhverfisáhrif með því að hámarka nýtingu auðlinda, draga úr sóun og samþætta vistvæna starfshætti í öllu framleiðsluferlinu.
Við hönnun sjálfbærra umbúða er lögð áhersla á efni sem eru endurvinnanleg eða niðurbrjótanleg. Þannig má draga úr uppsöfnun úrgangs og lágmarka umhverfisáhrif allan líftíma vörunnar.