Starfs- og siðareglur þessar eru leiðarljós í því hvernig við tökum ákvarðanir sem styðja við framtíðarsýn og gildi fyrirtækisins
Við höfum þá framtíðarsýn að vera fyrsta val allra okkar hagaðila. Við erum keppnis og gerum hlutina fyrr og betur en aðrir og leggjum metnað í að skapa eftirsóttan vinnustað. Gildin okkar og stefna eru lykillinn að því hvernig við vöxum með sjálfbærum og ábyrgum hætti til lengri tíma. Starfs- og siðareglur þessar eru leiðarljós í því hvernig við tökum ákvarðanir sem styðja við framtíðarsýn og gildi fyrirtækisins. Þær taka til alþjóðlegra viðmiða um starfs- og siðareglur. Okkar viðskiptavinir, birgjar og aðrir hagaðilar vita við hverju má búast af okkur og eru þær skuldbinding til okkar starfsfólks, viðskiptavina, UN Global Compact og annarra UFS þátta. Starfsfólk getur nýtt sér starfs- og siðareglur þessar þegar upp koma erfiðar aðstæður. Þær ná til alls starfsfólks Ölgerðarinnar og birgja og leiðbeina okkur í daglegum verkefnum.
Andri Þór Guðmundsson
Forstjóri Ölgerðarinnar