Ölgerðin Egill Skallagrímsson
Við hjá Ölgerðinni framleiðum, flytjum inn og seljum drykkjarvörur og matvæli og dreifum þeim um allt land. Áhersla er lögð á að vörur fyrirtækisins séu fyrsta flokks og að viðskiptavinir þess geti gengið að hágæða þjónustu vísri. Aðeins vörur sem eiga þess kost að vera fremstar í sínum flokki eru settar á markað og hverjum birgi er sinnt eins og hann sé okkar eini. Stöðugt er leitað nýrra leiða til að efla starfsemina og ná fram meiri framleiðni með því að gera hlutina betur og fyrr en aðrir. Þetta er gert til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar, neytendur, starfsfólk og eigendur.
Sölu- og markaðssvið Ölgerðarinnar eru þrjú: óáfengir drykkir, áfengir drykkir og fyrirtækjaþjónusta Ölgerðarinnar og Danól heildverslun.