Leið okkar að sjálfbærni

Sjálfbær framtíð

Við höfum mikinn metnað á sviði sjálfbærni og erum markvisst að innleiða sjálfbærni í menningu fyrirtækisins. Til að ná framtíðarsýn fyrirtækisins um að verða fyrsta val viðskiptavina og neytenda þarf að huga að sjálfbærni í allri virðiskeðjunni. Okkar viðskiptavinir og neytendur gera kröfu um að versla við fyrirtæki sem stuðla að sjálfbærni og þau fyrirtæki búa yfir og viðhalda hæfari starfsfólki.

Við ætlum að vera í framvarðasveit íslenskra fyrirtækja á sviði sjálfbærni og mæta nútímaþörfum viðskiptavina og neytenda okkar, án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum. Framtíðarsýn fyrirtækisins verður náð með því að leggja áherslu á fjóra strauma: sjálfbærni, vöxt, stafræna þróun og fjölbreytileika. Þannig sköpum við virði fyrir alla okkar hagaðila og verðmætasköpun til framtíðar.

Markmið 2025

Starfsánægja

Yfir 85%

Núll slysastefna

0 slys

Losunarkræfni tekna

Losunarkræfni tekna fyrir umfang 1 og 2 dragist saman um 2% á milli ára

Umbætur

Lokið við 500 umbótaverkefni

Orkusamsetning

95% endurnýjanlegir orkugjafar

ISO14001

Innleiða ISO14001

Rafvæðing bílaflota

Bílafloti 68% rafmagnsbílar

UFS-mat Reitunar

Viðhalda A-einkunn hjá Reitun

Meira endurunnið efni í umbúðum framleiðsluvara

100% rPET

Kolefnisspor í vefverslun

Birta kolefnisspor umbúða í vefverslun

Birgjamat

Innleiða ítarlegt birgjamatsferli fyrir Danól

Hringrásarhagkerfisverkefni

Til dæmis hrat úr framleiðslu, endurvinnsla kaffihylkja og verkefni tengd minni matarsóun

Hollari valkostir

Auka úrval hollari valkosta í drykkjarvöru

Sjálfbærnifræðsla

Sjálfbærnifræðsla fyrir allt starfsfólk í Ölgerðarskólanum

Betri loftgæði með nýrri loftræsingu í framleiðslusölum

Uppsetning á nýjum loftræstibúnaði í framleiðslusölum

Sjálfbærniupplýsingagjöf

Sjálfbærnireikningsskil birt í samræmi við evrópska staðla

Tilkynningagátt fyrir ytri aðila

Tilkynningagátt opin ytri aðilum til að tilkynna misferli eða brot

Skógrækt – vottaðar kolefniseiningar

Skipulag og undirbúningur gróðursetningar í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur

Sjálbærniskýrslan 2024

UFS-sjálfbærnimat

Hvernig okkur gengur

Ölgerðin fær framúrskarandi einkunn í sjálfbærnimati Reitunar, en félagið hefur farið í gegnum UFS mat á vegum Reitunar frá árinu 2021. Ölgerðin fékk 86 stig af 100 mögulegum og fellur undir flokk A3 ásamt fimm öðrum skráðum félögum á markaði.  Horft er til þriggja meginþátta við UFS-mat; umhverfisþátta, félagsþátta og stjórnarhátta. Í samanburði við aðra íslenska útgefendur er Ölgerðin yfir meðaltali  í öllum flokkum, en meðaltal markaðarins er 73 stig.

Markmið til 2030

Sjálfbær vöxtur

Losunarkræfni tekna í eigin rekstri (umfang 1 og 2)

-63% miðað við árið 2020

Sjálfbær vöxtur

Hollari valkostir

50% miðað við árið 2020

Fjölbreytileiki

Hlutfall kynja

Aldrei hærra hlutfall en 60% af einu kyni

Fjölbreytileiki

Hlutfall kynja

Að minnsta kosti 40/60

Hringrásarhagkerfið

Úrgangur frá starfsemi

99% flokkunarhlutfall

Hringrásarhagkerfið

Pakkningar fyrir eigin framleiðslu

60% endurnýtt hráefni

Kolefnishlutleysi

Orkunotkun

100% endurnýjanleg orka í starfsemi

Kolefnishlutleysi

Kolefnisspor í eigin rekstri (umfang 1 og 2)

-42% miðað við árið 2020

Kolefnishlutleysi

Kolefnisspor framleiðsluvara

-25% miðað við 2020

Kolefnishlutleysi

Útreikningar á losun í aðfangakeðju

Bæta útreikninga og minnka umfang 3

Tengd skjöl

Sjálfbærni í fréttum

16. júlí 2025

Framúrskarandi Ölgerð í UFS sjálfbærnimati Reitunar

Ölgerðin fær framúrskarandi einkunn í sjálfbærnimati Reitunar, en félagið hefur farið í gegnum UFS mat á vegum Reitunar frá árinu 2021. Ölgerðin fékk 86 stig af 100 mögulegum og fellur undir flokk A3 ásamt fimm öðrum skráðum félögum á markaði.

2. júlí 2025

Kolefnisspor Ölgerðarinnar minnkað um 80%

Sjálfbærniskýrsla Ölgerðarinnar fyrir árið 2024 er nú aðgengileg á íslensku og ensku. Í skýrslunni kemur fram að kolefnisspor eigin reksturs í umfangi 1 og 2 hefur minnkað um 80% frá árinu 2016. Þetta markar stórt framfaraskref í aðgerðum Ölgerðarinnar í loftslagsmálum og endurspeglar metnaðarfulla stefnu í sjálfbærni.

5. júní 2025

Ölgerðin hlýtur Sjálfbærniásinn 2025

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur hlotið viðurkenningu Sjálfbærniássins árið 2025. Annað árið í röð skoraði Ölgerðin hæst í flokki framleiðslufyrirtækja á Íslandi og fyrir það er starfsfólk fyrirtækisins afar þakklátt og stolt.

Tengiliður Ölgerðarinnar vegna útflutnings

skrifstofa

Ingibjörg Karlsdóttir

Leiðtogi sjálfbærni og umbóta