Sölumaður hótel- og veitingadeildar
Ölgerðin leitar eftir duglegri og jákvæðri manneskju til að starfa sem sölumaður með þekkingu og reynslu á hótel- og veitingahúsamarkaði.
Hlutverk og ábyrgð:
- Sala og þjónusta við viðskiptavini.
- Greining tækifæra á markaði
- Viðhalda viðskiptasamböndum
- Samningsgerð, tilboðsgerð, pantanir, samskipti og eftirfylgni
- Eftirfylgni söluherferða og ábyrgð vörumerkja Ölgerðarinnar hjá viðskiptavinum.
Hæfniskröfur:
- Reynsla af sölumennsku
- Reynsla af Excel æskileg.
- Rík þjónustulund og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Hæfni í samskiptum og góð framkoma
- Jákvæðni, áreiðanleiki og framsækni
- Reglusemi og snyrtimennska
- Bílpróf og hreint sakavottorð
Umsóknarfrestur er til og með 27. janúar nk.
Kostur ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst
Við hvetjum fólk af öllum kynjum til að sækja um.