28. July 2025 Borg bjórinn í mjóar dósir Árni Long bruggmeistari segir frá nýjung í umbúðum fyrir Borg brugghús í grein á Mbl. Það var ákveðið að fara í breytingar á átöppunarlínunni. Áður fyrr voru ákveðnar bjórtegundir hjá Borg í 44cl dósum en verða nú seldar í 33cl dósum, eða svokölluðum sleek-dósum. Þetta er sama gerð og fólk á orðið að venjast fyrir gos- og koffíndrykki.
24. July 2025 Nýtt sumar COLLAB Nýtt COLLAB með Dalandan sítrus og jarðarberjabragði er komið í verslanir. Framandi og ferskt sumarbragð sem kemur í takmörkuðu magni fyrir íslenska sumardaga. Svo um að gera að njóta þess á meðan hægt er!
24. July 2025 Nýjar umbúðir Egils Pilsner hafa vakið athygli Í skemmtilegu viðtali segja vörumerkjastjórinn Jóhannes Páll Sigurðarson og Finnur Malmquist, hönnuður á ENNEMM, frá sögu og endurhönnun Egils Pilsner sem er eitt af elstu drykkjarvörumerkjunum á Íslandi!
16. July 2025 Vaka stýrir COLLAB Vaka Njálsdóttir hefur verið ráðin til starfa hjá Ölgerðinni sem vörumerkjastjóri COLLAB. Vaka starfaði áður hjá Nova í markaðsdeild og vöruþróun, þar sem hún vann að fjölbreyttum verkefnum tengdum markaðssetningu, stafrænni þróun og vöruframboði.
16. July 2025 Framúrskarandi Ölgerð í UFS sjálfbærnimati Reitunar Ölgerðin fær framúrskarandi einkunn í sjálfbærnimati Reitunar, en félagið hefur farið í gegnum UFS mat á vegum Reitunar frá árinu 2021. Ölgerðin fékk 86 stig af 100 mögulegum og fellur undir flokk A3 ásamt fimm öðrum skráðum félögum á markaði.
07. July 2025 Helvítis Boli X BBQ sósa Helvítis kokkurinn sauð 666 lítra af Bola X saman við alls konar eðalstöff. Útkoman er alveg déskoti djúsí sósa sem fæst í völdum verslunum þar til hún klárast. Nú getur þú aldeilis gefið þér Helvítis tíma við grillið í sumar!
02. July 2025 Kolefnisspor Ölgerðarinnar minnkað um 80% Sjálfbærniskýrsla Ölgerðarinnar fyrir árið 2024 er nú aðgengileg á íslensku og ensku. Í skýrslunni kemur fram að kolefnisspor eigin reksturs í umfangi 1 og 2 hefur minnkað um 80% frá árinu 2016. Þetta markar stórt framfaraskref í aðgerðum Ölgerðarinnar í loftslagsmálum og endurspeglar metnaðarfulla stefnu í sjálfbærni.
27. June 2025 Kærleiksherferð fyrir Bryndísarhlíð Riddarar kærleikans leiða söfnun fyrir Bryndísarhlíð og vitundarvakningu sem byggir á kærleika, samkennd og samtali. Þann 11. júní hófst kærleiksherferð Riddara kærleikans þar sem safnað er fyrir Bryndísarhlíð – húsnæði sem myndi hýsa geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn sem eru þolendur ofbeldis.
26. June 2025 Gríptu bragð sumarsins! Nýr sykurlaus Djús með vatnsmelónubragði er kominn en verður aðeins fáanlegur meðan birgðir endast! 🍉💚
05. June 2025 Nýtt frá Collab í samstarfi með Birni Ný sérútgáfa COLLAB, sem var þróuð í samstarfi við tónlistarmanninn Birni, er komin í verslanir – um leið og nýja platan hans: Dyrnar. Við þökkum Birni fyrir skemmtilegt samstarf og vonum að bæði drykkurinn og platan slái hressilega í gegn.
05. June 2025 Ölgerðin hlýtur Sjálfbærniásinn 2025 Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur hlotið viðurkenningu Sjálfbærniássins árið 2025. Annað árið í röð skoraði Ölgerðin hæst í flokki framleiðslufyrirtækja á Íslandi og fyrir það er starfsfólk fyrirtækisins afar þakklátt og stolt.
30. April 2025 Kristall+ koffín, D-vítamín & sink er kominn á markað! Kristall+ hefur litið dagsins ljós í allri sinni dýrð. Léttkolsýrt íslenskt bergvatn, 80mg af koffini, D-vítamín og sink er eitthvað sem okkur öllum hefur vantað. Drykkurinn inniheldur engan sykur né sætuefni og er hann því tærasta leiðin að náttúrulegri virkni.
16. May 2025 Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Elísabet Austmann og Bergsveinn Guðmundsson hafa tekið við nýjum stöðum markaðsstjóra hjá Ölgerðinni. Elísabet hefur tekið við stöðu markaðsstjóra óáfengra drykkja og Bergsveinn markaðsstjóra áfengra drykkja.
07. April 2025 Ný Orka RR í samstarfi við Reykjavík Roses Orka RR er framleidd í samstarfi við Reykjavík Roses, en það er fatamerki sem var stofnað árið 2016 af hópi einstaklinga sem eru með ástríðu fyrir sköpun á mörgum mismunandi sviðum. Síðan merkið var stofnað hefur það orðið að einhverju mun stærra eða öllu heldur lífsstíl sem sameinar fólk.
28. March 2025 Ný mist með fersku apríkósu- og rifsberjabragði Við kynnum mist uppbyggingu með nýju og fersku apríkósu- og rifsberjabragði! Á sama tíma kynnum við uppfært útlit og nýjan tón sem hvetur okkur öll til að leita upp á við. Byggðu þig upp með mist uppbyggingu!