04. September 2024 Sykurlaust MIX Mix hefur verið elskað í fleiri áratugi af íslensku þjóðinni og nú loksins býðst sykurlaus útgáfa af þessum vinsæla drykk. Einhvers misskilnings hefur gætt varðandi uppruna Mix, en segja má að um einhvers konar tilviljun hafi verið að ræða. Efnalaug Akureyrar, síðar Sana, framleiddi ávaxtadrykkinn Valash og eitt sinn kom ananasþykkni í stað appelsínuþykknis sem var notað í drykkinn. Þá var brugðið á það ráð að blanda ananasþykkninu við annað ávaxtaþykkni og útkoman varð Mix! Þetta var árið 1957 og fyrst nú fáum við þennan frábæra ávaxtagosdrykk sykurlausan!
27. August 2024 Viðurkenning fyrir góða stjórnarhætti Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur hlotið viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og nafnbótina „Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum”. Viðurkenningin var veitt við hátíðlega athöfn á Nauthóli, en það eru Stjórnvísi, Viðskiptaráð, Samtök atvinnu-lífsins og Nasdaq Iceland sem standa fyrir henni.
26. August 2024 Nýr Mist Jarðaberja Mist Uppbygging, sem inniheldur 15 grömm af próteini, hefur fengið afar góðar viðtökur á markaði. Nú er ný bragðtegund komin í verslanir: Jarðarberja og lime. Við vonum að nýja bragðið falli vel í kramið hjá öllu því fólki sem vill bæta góðum skammti af próteini inn í daginn.
23. August 2024 Koffínlaus COLLAB með skógarberjabragði COLLAB án koffíns hefur átt sinn trygga aðdáendahóp frá upphafi. Nú hefur bæst við ný bragðtegund fyrir þennan hóp en koffínlaus COLLAB með skógarberjabragði er á leið í verslanir um land allt.
21. August 2024 Nýtt Orka Orange Ink Orka Orange Ink er komin í kæla verslana um allt land. Þessi nýja bragðtegund inniheldur D-vítamín og Sink ásamt 160mg af koffíni. Útlit dósarinnar var hannað í samstarfi húðflúrstofuna Reykjavík Ink en þar starfar listamaðurinn Chip Baskin frá Alabama sem sérhæfir sig í svokölluðum American Traditional stíl í húðflúri.
06. August 2024 Nýtt frá Öglu Gosgerð - Grænn Hlunkur Hvað er nú á seyði? Hin góðkunna ískalda ofurhetja er mætt í fljótandi og freyðandi formi til að hrista upp í lýðnum. Í 40 ár hefur Hlunkur verið bundinn við frystikistur landsmanna en nú, í krafti samstarfs Kjöríss og Öglu Gosgerðar,lýkur hann upp kistunni og hlunkast inn á sjónarsviðið, sumargrænn og eitursvalur. Ferðalög, útilegur og útihátíðir sumarsins krefjast þess að pláss sé fyrir Hlunk í farteskinu – annars gæti þyngst á honum brúnin. Það er einnig þungt í honum pundið svo réttast er að minna á að það er bannað að þamba!
06. August 2024 Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum Hinn séríslenski orkudrykkur Orka hlaut á dögunum ein eftirsóttustu alþjóðlegu verðlaun sem veitt eru vörumerkjum ár hvert þegar Ljónið fór fram í Cannes. Það var auglýsingastofan Brandenburg sem tók á móti verðlauninum fyrir endurmörkun á drykkjarvörumerkinu sem unnin var í samstarfi við Ölgerðina. Þetta er í fyrsta skipti sem innlend fyrirtæki hljóta þessi virtu verðlaun án aðkomu erlendra auglýsingastofa.
16. July 2024 Blóðappelsínu Collab COLLAB með blóðappelsínu er nýjasta bragðið til að gera sumarið enn betra! Þessi ferska og hressandi bragðtegund er eins og sólskinsdagarnir á Íslandi: í takmörkuðu magni, þannig að það er um að gera að njóta í botn meðan tækifæri gefst.
06. July 2024 Erna Hrund nýr verkefnastjóri útflutnings á Collab Erna Hrund Hermannsdóttir hefur verið ráðinn verkefnastýra útflutnings á virknidrykknum Collab og verður jafnframt sölustjóri Collab á Norðurlöndunum. Sala á Collab er hafin í Danmörku og Finnlandi og hafa móttökur verið jákvæðar, en drykkurinn hefur þegar slegið rækilega í gegn á Íslandi. Erna Hrund tekur nú við útflutningsverkefninu sem Gunnar B. Sigurgeirsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri, og samstarfsmenn hans hófu og byggir ofan á því góða starfi sem þar hefur verið unnið.
05. July 2024 Guðni Þór nýr forstöðumaður vaxtar og þróunar Guðni Þór Sigurjónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður vaxtar og þróunar hjá Ölgerðinni, en um er að ræða nýja deild hjá fyrirtækinu. Guðni Þór hefur starfað hjá Ölgerðinni um langt árabil og veitti síðast forstöðu vöruþróunar- og gæðamálum fyrirtækisins.
02. July 2024 Karen nýr gæðastjóri Karen Ýr Jóelsdóttir hefur tekið við starfi gæðastjóra Ölgerðarinnar og dótturfélaga þess. Hún tekur við starfinu af Guðna Þór Sigurjónssyni, sem nýverið var ráðinn forstöðumaður vaxtar og þróunardeildar félagsins.
18. June 2024 Flórídana Vellíðan Flórídana Vellíðan er nýr safi sem er kominn í verslanir og er þetta fyrsti ávaxtasafinn á Íslandi sem inniheldur góðgerla. Þetta eru ES1-HT mjólkursýrugerlar, en rannsóknir sýna að þeir geta bætt meltinguna og þannig haft góð áhrif á almenna heilsu. Floridana Vellíðan er safi úr jarðarberjum, eplum og appelsínum og kemur þessi nýjung til móts við þá miklu vakningu sem er að verða um allan heim um mikilvægi meltingarinnar fyrir heilsu og góða líðan.
18. June 2024 COLLAB með ananas & kókos Þessi suðræna bragðtegund verður fáanleg í sumar en tímabundnar útgáfur af þessu tagi hafa alltaf notið mikilla vinsælda og því kann að vera sterkur leikur að ná sér í dós af þessari bragðtegund sem fyrst, því hún er framleidd í takmörkuðu magni og er því aðeins í boði meðan birgðir endast.
29. May 2024 Nýr Sumar Kristall Nýr Sumar Kristall með guava- og ástaraldinbragði er komin í verslanir.
28. May 2024 Ölgerðin Fyrirmyndarfyrirtæki 2024 Ölgerðin hlaut þriðja árið í röð nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2024 í stærstu vinnumarkaðskönnun sem gerð er á Íslandi. Fyrirtækin í fimmtán efstu sætunum í hverjum stærðarflokki fá viðurkenninguna Fyrirmyndar fyrirtæki og er Ölgerðin því eitt af efstu í flokki stórra fyrirtækja en í þeim flokki eru fyrirtæki þar sem starfsmenn eru 70 eða fleiri.