04. March 2025 5 tilnefningar á ÍMARK Markaðsstarfið okkar hélt áfram að blómstra í fyrra en nýjasta staðfestingin á því birtist í fjölda tilnefninga til Lúðursins, íslensku auglýsingaverðlaunanna. Samtals fengu vörumerki Ölgerðarinnar fimm tilnefningar í hinum ýmsu flokkum.
03. March 2025 Sjáumst í Ölgerðinni á Öskudaginn! Við hjá Ölgerðinni tökum vel á móti alls konar furðuverum að vanda á Öskudaginn og hlökkum til að heyra alla söngvana. Að gefnu tilefni biðjum við bæði söngfugla og ökumenn að sýna aðgát á svæðinu og fylgja leiðbeiningum öryggisvarða frá björgunarsveitunum sem verða á staðnum. Sjáumst í Ölgerðinni á Öskudaginn!
27. February 2025 Egils Djús Nýtt útlit, nýtt nafn, ný bragðtegund! Við þekkjum öll Egils Þykkni enda hefur það verið á borðum landsmanna í fjölmörg ár. Nú hefur Egils Þykkni fengið hressilega yfirhalningu með nýju og frísklegu útliti og gengur nú undir nafninu Egils Djús. Samhliða breytingunni bættist nýr og ljúffengur sykurlaus Skógarberjadjús í hópinn, sem er fullkomin viðbót við Egils Djúsfjölskylduna.
06. February 2025 90 ára afmæli Brennivíns Morgunblaðið fjallaði um 90 ára afmæli Brennivíns á dögunum. Það er margs að minnast úr viðburðarríkri sögu og nýjasti kaflinn er ekki síst spennandi, en hann hófst með flutningi framleiðslunnar til Kveldúlfs Distillery. Þetta nýja eimingarhús er starfrækt innan vébanda Ölgerðarinnar og státar af fullkomnum tækjabúnaði sem er sérsmíðaður hjá Arnold Holstein í Þýskalandi. Þá hafa umbúðir Brennivíns verið uppfærðar þótt útlitið sé að sjálfsögðu í takt við 90 ára sögu afmælisbarnsins.
17. January 2024 Nýr Collab Nýtt COLLAB ár hefst með nýju vatnsmelónu- og kaktusaldinbragði. Þessi framandi bragðtegund er mætt í verslanir en hún er framleidd í takmörkuðu magni og er því aðeins í boði meðan birgðir endast.
09. January 2024 Ölgerðin hlýtur Sjálfbærniásinn 2024 Ölgerðin hlaut viðurkenningu Sjálfbærniássins 2024 þann 4. september síðastliðinn. Ölgerðin skoraði hæst í flokki framleiðslufyrirtækja á Íslandi. Þetta er í fyrsta sinn sem viðurkenning Sjálfbærniássins er veitt, en mælikvarðinn er þróaður af rannsóknarfyrirtækinu Prósent, ráðgjafafyrirtækinu Langbrók og stjórnendafélaginu Stjórnvísi. Sjálfbærniásinn er mælikvarði sem metur viðhorf almennings til frammistöðu íslenskra fyrirtækja og stofnanna í sjálfbærni.
16. December 2024 Ölgerðin og Skógræktarfélag Reykjavíkur semja um útivistarskóg og kolefniseiningar Ölgerðin hefur skrifað undir samning við Skógræktarfélag Reykjavíkur um skógrækt á hluta af jörð Skógræktarfélagsins í Lundarreykjadal. 400.000 trjáplöntur verða gróðursettar á næstu fimm árum. Samkvæmt samningum eignast Ölgerðin megnið af þeim kolefniseiningum sem til verða. Skógræktarfélag Reykjavíkur eignast skóginn sem verður útivistarskógur, opinn almenningi.
13. December 2024 Ölgerðin og Carbon Iceland skrifa undir viljayfirlýsingu um samstarf Ölgerðin stefnir á að nýta græna kolsýru frá íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Carbon Iceland og hefur skrifað undir viljayfirlýsingu þar að lútandi. Áætlanir Carbon Iceland miðast við að byrja að fanga CO2 frá álverinu á Grundartanga árið 2028. Gert er ráð fyrir að fyrirtækið muni ná að fanga meira en milljón tonn af koltvísýringi á ári og framleiða úr honum bæði umhverfisvænt eldsneyti og græna kolsýru sem nýta má í matvælaframleiðslu um leið og dregið er úr losun gróðurhúsalofttegunda.
26. May 2025 Jólabragð náttúrunnar! Collab færir þér framandi jólabragð af lakkrís og hindberjum! Collab með lakkrís- og hindberjabragði er komið í verslanir.
04. October 2024 Floni ORKA Rapparinn Floni er kominn með sinn eigin orkudrykk. Hann hefur nú þróað nýja bragðtegund af orkudrykk sem ber nafnið Engill. Engill vísar þar í lag af væntanlegri plötu listamannsins, Floni 3. Platan er sú fyrsta síðan árið 2019. Um er að ræða nýja bragðtegund af Orku sem þróuð var í samstarfi við tónlistarmanninn vinsæla. Drykkurinn er kominn í verslanir og er með sítrónu- og límónubragði.
22. September 2024 Ölgerðin byggir á Hólmsheiði Ölgerðin hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við Reykjavíkurborg um að reisa vöru- og dreifingarmiðstöð á Hólmsheiði, auk þess að reisa vatnsátöppunarverksmiðju fyrir Iceland Spring. Nýja vöruhúsið og dreifingarmiðstöðin mun auka mjög skilvirkni í rekstri fyrirtækisins, enda hefur vöxtur fyrirtækisins um nokkurt skeið kallað á frekari uppbyggingu hvað þetta varðar. Þá mun nýtt húsnæði gera okkur kleift að setja upp nýjar framleiðslulínur í núverandi vöruhúsi.
17. September 2024 Nýr Kristall til að fríska upp á daginn Ný bragðtegund af Kristal er nú komin í verslanir um allt land: Kristall með jarðarberja- og drekaávaxtabragði. Við erum ekki í vafa um að unnendur Kristals muni taka þessari nýju og frísklegu bragðtegund með bleika litnum vel.
09. September 2024 COLLAB með bláberja- og rabarbarabragði COLLAB með bláberja- og rabarbarabragði er nýjasta viðbót COLLAB fjölskyldunnar og er komin til að vera. Þessi nýja bragðtegund er innblásin af íslenska haustinu, enda fátt sem minnir meira á haust á Íslandi en bláber og rabarbari!
09. September 2024 BOLI X mættur BOLI X mætti til leiks í byrjun júní og er þetta nettur og köttaður lagerbjór með passlegum styrk og einstöku bragði. Fullkominn valkostur fyrir þau sem kjósa léttari bjór, færri hitaeiningar og ekkert glúten en um leið þetta kraftmikla bragð og karakter sem einkennir BOLA. Hann er með sömu bragð- og brugggæðin og BOLI en áfengisprósentan er 4,8, kaloríurnar færri en í gamla og svo sleppir hann öllu glúteni.