18. December 2023 BOLI er með opna Búð Boli kynnir með stolti: sína eigin búð á netinu. Um helgina tók BOLI sig til og opnaði búð á netinu þar sem þú finnur nýjustu Bolatízkuna. Gefðu þér tíma og verslaðu þína gjöf hér: bolabudin.gefduthertima.is
13. December 2023 Brennivín Jólin 2023 í The Wall Street Journal Jólabrennivínið 2023 fékk frábæra umfjöllun í The Wall Street Journal þar sem fjallað var um limited-edition spirits: In Iceland, this barrel-aged take on Iceland’s totem spirit, the clear, caraway-scented brennivín, is known as “Jólabrennivín,” meaning Yule, or Christmas brennivín. In the U.S. it’s simply called a “cask selection,” since it typically arrives here well after the holidays, usually in January or February. Typically, the barrel-aged seasonal version is rich with vanilla and spice. This year’s was aged five years; Pedro Ximenez Sherry casks contribute nuanced nutty and raisin-like tones. How To Get It: The 2023 release went on sale in early November in Iceland, where it tends to sell out by Christmas, said founder/importer Joe Spiegel. If your holiday plans are routed through Iceland, by all means take a spin through the Duty Free shop at Keflavik Airport. If you don’t mind waiting until January or February, the Cask Selection should be available in the U.S. Previous years’ bottlings are still available in the U.S. at outlets like Duke’s Liquor Box. Sjá grein
11. December 2023 Norðmenn fá hið vinsæla COLLAB Sala er nú hafin á hinum íslenska kollagendrykk COLLAB í Noregi. Þetta eru fyrstu formlegu skrefin í útrás Ölgerðarinnar með þennan drykk sem notið hefur fádæma vinsælda hér á landi. Unnið hefur verið að undirbúningi þessa um hríð og eru fleiri markaðssvæði til skoðunar. Að sögn Gunnars B. Sigurgeirssonar, aðstoðarforstjóra Ölgerðarinnar, eru það heilsuvöruverslanirnar Kinsarvik Naturkost og Good Life sem ríða á vaðið við sölu á COLLAB í Noregi en hugmyndir eru uppi um frekari dreifingu á komandi misserum. Viðtökurnar hafa verið góðar, segir Gunnar. 10 milljónir dósa seldar í ár „Kinsarvik Naturkost er heilsuvörukeðja sem rekur 14 verslanir í Noregi og heldur úti öflugri netverslun. Sala er nú formlega hafin í Noregi hjá Kinsarvik en einnig er hægt að nálgast Collab í gegnum vefsöluaðilann Good Life. Heilsuvörukeðjan sýndi vörunni áhuga fyrr á árinu og er óhætt að segja að sérkenni hennar hafi vakið þennan áhuga; hágæða kollagen unnið úr fiskroði með sjálfbærni að leiðarljósi er eitthvað sem við finnum að vekur mikinn áhuga erlendis. En einnig eru það hlutir eins og bragðgæðin og eftirtektarverður árangur á heimamarkaði sem gerir COLLAB eftirsótt í augum heilsuvörusalans,“ segir Gunnar sem bendir jafnframt á að það séu ekki bara Íslendingar sem hafi áhuga á drykknum. Frekari útrás áformuð „COLLAB hefur vakið athygli víða annars staðar og fáum við mikið af fyrirspurnum erlendis frá, bæði frá fólki sem hefur kynnst vörunni á ferðalögum sínum um landið en einnig frá fólki úr drykkjarvöruheiminum,“ segir aðstoðarforstjórinn sem boðar frekari útrás á næstunni. „Þetta er bara byrjunin en við vonumst til að geta sagt frekari fréttir varðandi útflutning á Collab á komandi vikum.“ Ölgerðin logo Grjóthálsi 7-11 / 110 Reykjavík
29. November 2023 Nýr COLLAB Lakkrís og Hindberja Ný hátíðarútgáfa af COLLAB hefur litið dagsins ljós; lakkrís og hindberja. Þessi nýjasta bragðtegund kemur í mjög takmörkuðu magni því er mikilvægt að hafa hraðar hendur viljir þú tryggja þér eintak.
23. November 2023 Mist framleiðir CBD drykk Þrátt fyrir að sala á CBD-drykkjum sé ennþá ólögleg á Íslandi fer nú framleiðsla á slíkum drykk fram hérlendis undir þekktu íslensku drykkjarvörumerki; Mist. Varan er eingöngu framleidd til útflutnings enn sem komið er en vonir standa til þess að Mist-CBD verði fáanleg á heimamarkaði á komandi misserum. “Mist er virknidrykkur sem byggir á töframætti náttúrunnar og bíður upp á eiginleika og innihaldsefni sem njóta vaxandi vinsælda. Þar má nefna ræturnar Maca og Ashwagandha og hið eftirsótta Yerba Mate en allt eru þetta innihaldsefni sem finna má í þeirri Mist sem fæst í íslenskum verslunum í dag. “ segir Gyða Dröfn, vörumerkjastjóri Mist. “Þá er vaxandi eftirspurn eftir CBD-drykkjum víða erlendis en vinsældirnar hafa til að mynda vaxið mjög hratt í Bretlandi undanfarið ár og teljum við ennfremur að slíkur drykkur eigi fullt erindi á markað hér heima. Lagaumhverfið er þó þannig hérlendis að CBD er ekki ennþá leyft í drykkjarvöru, en CBD olíur hafa notið vaxandi vinsælda á seinustu árum og eru orðnar vinsælar húð- eða munnskolsolíur sem auðvitað enginn er að kyngja, því það er jú bannað. “ “Við höfum þegar framleitt fyrstu framleiðslu af Mist-CBD og eru fyrstu kassarnir á leið úr landi. Það getur þó verið talsvert ferli að koma vöru sem þessari í almenna sölu erlendis en við vonumst til þess að komast í hillur bæði í Bretlandi og Hollandi á komandi mánuðum. “ “Við vonum að sjálfsögðu að löggjöfin varðandi CBD-olíu í drykkjum verði endurskoðuð, og við fáum tækifæri til að kynna þennan frábæra drykk fyrir íslenskum neytendum. Mist-CBD hefur margskonar eftirsóknarverða virkni en auk CBD-olíunnar eru bæði L-Theanine og mátulegt magn af náttúrulegu koffíni í drykknum. Tíminn verður að leiða í ljós hvort og þá hvenær íslendingar fá svo að kynnast MIST-CBD.
23. November 2023 Ölgerðin tekur yfir Instagram SA í dag í tilefni af umhverfismánuði atvinnulífsins Í dag munum við hjá Ölgerðinni taka yfir Instagram reikning SA í tilefni af umhverfismánuði atvinnulífsins. Við höfum sett okkur metnaðarfull markmið í umhverfismálum og höfum minnkað bæði matarsóun og losun gróðurhúsalofttegunda verulega og komið upp sérstöku mælaborði fyrir stjórnendur svo hægt sé að fylgjast með sjálfbærni rekstrarins í rauntíma svo eitthvað sé nefnt. Við hlökkum til að fara betur yfir þetta og fleira með ykkur á Instagramreikning SA @atvinnulifid.
13. November 2023 Kertasníkir nr.110 er mættur til byggða Alvöru belgískur jóla Quadrupel sem enginn má missa af. Kertasníkir mætir í glerflösku og örfáum keykeg. „Síðasti hefðbundni jólasveinninn slær öllum við. Hann lýsir upp hátíðarnar með guðdómlegum gjöfum sem hann flytur inn beint frá Belgíu“ Ölgerðin logo Grjóthálsi 7-11 / 110 Reykjavík
27. October 2023 Ölgerðin og Skógræktarfélag Reykjavíkur í samstarf um skógrækt í Lundarreykjardal Ölgerðin og Skógræktarfélag Reykjavíkur hafa undirritað samning um skógrækt á 140 hektara svæði á jörð félagsins í Lundarreykjardal. Áætlað er að á næstu 5 árum verði um 350.000 trjáplöntur gróðursettar og upp vaxi fallegur útivistarskógur. „Ölgerðin hefur sett sér skuldbindingar um vísindalega samþykkt markmið sem felur í sér að ná niður kolefnisspori frá rekstri fyrirtækisins og binda það sem eftir stendur með vottuðum kolefniseiningum. Við hefðum mögulega getað keypt land undir verkefnið en ákváðum þess í stað að fara þá leið að styðja við Skógræktarfélagið með fjármögnun á spennandi verkefni þeirra í Lundarreykjardal,“ segir Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar. „Skógræktarfélag Reykjavíkur festi nýverið kaup á ríflega 600 hekturum lands í Lundarreykjardal til að rækta þar fjölbreyttan útivistarskóg fyrir almenning. Við stefnum jafnframt að því að hluti skógarins verði nýttur á sjálfbæran hátt. Það er ánægjulegt að geta hafið uppgræðslu og skógrækt í Lundarreykjadal af krafti, þökk sé þessu samstarfi,“ segir Jóhannes Benediktsson, formaður stjórnar Skógræktarfélags Reykjavíkur. Landið í Lundarreykjardal er í dag skilgreint sem lélegt landbúnaðarland en liggur vel við sólu og skilyrði fyrir skógrækt ágæt. Sá hluti landsins sem í dag er ræktarland, verður áfram nýttur í landbúnaði og ekki verður gróðursett í votlendi. Tegundir sem gefist hafa vel í skógrækt, t.d. í Heiðmörk, Elliðaárdal og víðar verða notaðar, svo sem birki, lerki, fura og víðir. Eftir því sem svæðið verður betur gróið og meira skjól, verða kröfuharðari tegundir gróðursettar. Til dæmis reynir, garðahlynur, berja- og skrautrunnar og jafnvel askur og eik. Nánari upplýsingar veita: Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur 893-2200 Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar okto.einarsson@olgerdin.is / 412 8000
23. October 2023 Ríkey Magnúsdóttir hannar útlit á nýju Orku dósinni - Pinky Promise Orka fór á listahátíðina LungA í sumar og fékk gesti til að virkja sköpunarorkuna og túlka Orku með sínum hætti fyrir nýja bragðtegund. Útkoman var þykkur bunki af djörfum hugmyndum, en skemmtistaður listakonunnar Ríkeyjar Magnúsdóttur var það sem hitti beint í mark og umlykur nú Orku – Pinky Promise. Vefsíða Orku Ölgerðin logo Grjóthálsi 7-11 / 110 Reykjavík
19. October 2023 Nýtt Hrekkjavöku-MIX Við kynnum til sögunnar glænýtt Mix í hrekkjavökubúningi með jarðarberjum og lime. Það er nú þegar komið í verslanir, en upplagið er takmarkað þannig að við hvetjum þig til að smakka áður en það verður búúúúið!
11. November 2023 Kynningarfundur fyrir hluthafa og markaðsaðila 12. október 2023 Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. mun birta 6 mánaða uppgjör sitt fyrir fjárhagsárið 2023/24 eftir lokun markaða fimmtudaginn 12. október klukkan 16:30. Á fundinum kynna stjórnendur rekstur og afkomu félagsins og svara spurningum. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Ölgerðarinnar að Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík. Fundinum verður einnig streymt á vefsíðu félagsins. Nánari upplýsingar veitir Jón Þorsteinn Oddleifsson framkvæmdastjóri Fjármála- og mannauðssviðs Ölgerðarinnar í síma 8206491 eða jon.thorsteinn.oddleifsson@olgerdin.is. Ölgerðin logo Grjóthálsi 7-11 / 110 Reykjavík
14. June 2023 Kerfislegar breytingar á magnpakkningum Ölgerðin mun á komandi dögum og vikum, gera kerfislegar breytingar á magnpakkningum í 33 cl dósum í 12pk Breytingin er þessi 12pk einingar hafa verið skilgreindar sem 12stk og komið á stk verði í reikningum ÖES Framvegis munu þessar einingar verða skilgreindar sem 1 og koma á kassaverði , þ.e 12pk verði Engar verðbreytingar að eiga sér stað, svo sé skýrt tekið fram – verð pr ein helst óbreytt, en kemur nú í 12pk summu Fyrstu vörunúmer sem taka þessa breytingu eru neðangreind, ásamt kassastriki og verða bæði frá og með 14.júní á þessu nýja sniði í reikningum ÖES 27151 7UP Zero 12pk (strikamerki: 5690542017212) 26251 Pepsi Max 12pk (strikamerki: 5690542015331) Önnur 12pk númer verða svo unnin áfram í næstu viku og vikum og eru sem hér segir 20051 Kristall 12pk (strikamerki: 5690542015249) 20451 Kristall Mexican Lime 12pk (strikamerki: 5690542014877) 22051 Appelsín 12pk (strikamerki: 5690542015270) 22151 Appelsín án sykurs 12pk (strikamerki:5690542015287) 23972 COLLAB Hinberja 12pk (strikamerki: 5690542016062) 25272 COLLAB Ástarald. 12pk (strikamerki: 5690542016055) 25372 COLLAB Yuzu 12pk (strikamerki: 5690542016079) 25572 COLLAB Skógarberja 12pk (strikamerki: 5690542016703) Vinsamlegast takið tillit til þessara breytinga og gerið viðeigandi kerfislegar ráðstafanir Frá og með hverri breytingu fyrir sig, til að fá þá 12pk einingu afgreidda, mun þurfa að notast við ytra strik á kassa ( 12pk strik ) Ef notast verður við dósastrik , þá mun 4x6pk ( 24pk ) eining verða afgreidd í því magni sem um er beðið Frekari upplýsingar varðandi þetta, veita sölustjórar verslunarsviðs Ölgerðarinnar
23. April 2023 Ölgerðin ársuppgjör - kynningarfundur Kynningarfundur fyrir hluthafa og markaðsaðila 18. apríl 2023 Skráning og streymi hér Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. mun birta ársuppgjör sitt fyrir fjárhagsárið 2022/23 eftir lokun markaða þann 18. apríl næstkomandi. Kynningarfundur vegna uppgjörsins verður haldinn þriðjudaginn 18. apríl klukkan 16:30. Á fundinum kynna stjórnendur rekstur og afkomu félagsins og svara spurningum. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Ölgerðarinnar að Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík. Fundinum verður einnig streymt á heimasíðu félagsins. Nánari upplýsingar veitir Jón Þorsteinn Oddleifsson framkvæmdastjóri Fjármála- og mannauðssviðs Ölgerðarinnar í síma 8206491 eða jon.thorsteinn.oddleifsson@olgerdin.is.
29. March 2023 Garðar nýr framkvæmdastjóri hjá Ölgerðinni Garðar Svansson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Egils áfengra drykkja hjá Ölgerðinni. Garðar hefur starfað hjá Ölgerðinni í tæp 7 ár og hefur meðal annars sinnt starfi vörumerkjastjóra fyrir Carlsberg Group og nú síðast sem sölustjóri Hótela- og veitingasviðs. „Það er einkar spennandi að taka við sviði sem hefur verið byggt upp undanfarin ár og náð frábærum árangri. Ég hlakka til að takast á við komandi verkefni hjá Ölgerðinni og vera áfram hluti af því frábæra teymi sem hér starfar,“ segir Garðar. Garðar, sem er þrítugur, er með BS gráðu í alþjóðamarkaðsmálum frá HÍ og hefur hann þegar tekið við starfinu.